Jólatré og ártal

Eitt af aðventuverkum okkar hér í Varmahlíðarskóla er að sækja jólatré og setja upp ártalið. Nemendur í 4. bekk skelltu sér út í skóg í morgun með Guðmundi húsverði og völdu þetta flotta jólatré sem mun standa ljósum skreytt fyrir framan skólann okkar í desember. Eftir hádegið fóru svo nemendur í 9. og 10. bekk ásamt hjálparkokkum og töltu með ártalið upp í skóg þar sem því var komið fyrir á sinn stað. Mjög skemmtilegar hefðir og alltaf gaman að vinna með nemendum að sameiginlegum verkefnum í aðdraganda aðventu og jólahátíðar.