Kakóferð á Hótel Varmahlíð

Af því tilefni að þetta var síðasti útikennslutíminn fyrir jólafrí þá var ákveðið að ganga niður á Hótel Varmahlíð þar sem staðarhaldarar tóku á móti okkur með dýrindis kakói, rjóma og piparkökum eins og hver og einn gat í sig látið. Um hálftvöleytið mættu svo foreldrar, ömmu, afar og aðrir aðstandendur fyrir framan Hótelið og þar sungu nemendur í 1.- 4. bekk fjögur jólalög: Skín í rauðar skotthúfur, Jólasveinar einn og átta, Í skóginum stóð kofi einn og Þá nýfæddur Jesú. Dásamlega notaleg stund.