Kardimommubærinn - árshátíð yngri

Miðvikudaginn 6. nóvember kl. 17:00 verður Kardimommubærinn eftir Thorbjørn Egner sýndur í Miðgarði í flutningi nemenda 1.-6. bekkjar. Leikstjórn er í höndum Söru Gísladóttur og undirleikari er Stefán R. Gíslason. 

Ræningjana Kasper, Jesper og Jónatan þarf vart að kynna. Þeir búa fyrir utan Kardimommubæ og fara reglulega í ránsferðir. Þeir ræna Soffíu frænku til að láta létta undir hjá sér við eldamennsku og þrif en það reynist örlagarík ákvörðun. Framhaldið verður alls ekki eins og þeir höfðu hugsað sér. Allt endar þó vel eftir fangelsisvist og hetjudáð ræningjanna þegar þeir slökkva eld í turni bæjarins.