Kökubasar 10. bekkjar

Föstudaginn 8. nóv. verða nemendur 10. bekkjar með kökubasar í Olís Varmahlíð kl. 13:30-15:30 eða þar til birgðir endast.  Ágóðinn rennur í ferðasjóð 10. bekkjar en að venju eru nemendur að safna fyrir útskriftarferð til Danmerkur í vor.  Við hvetjum fólk til að koma og næla sér í ljúffengan heimabakstur, bæði fínan og hversdags.