Kynfræðsla pörupilta

Í síðustu viku fengu nemendur 8. - 10. bekkjar í öllum skólum Skagafjarðar kynfræðslu í formi leiksýningarinnar Kynfræðsla pörupilta. Um leið og rútur úr Árskóla og Hofsósi höfðu tæmst og Miðgarður fyllst af unglingum og starfsfólki, hófst 45 mínútna uppistand en jafnframt mikil fræðsla.  Pörupiltar eru hugarsmíð þriggja kvenna sem bregða sér í gerfi ungra manna með mismikla reynslu af kynhegðun og kynlífi.