Landnámsmenn

Nemendur gerðu landnámsmenn og víkingaskip fyrir þá. Við fundum svo gamalt Íslandskort sem við nýttum til að hengja upp á vegg og setja víkingaskipin og landnámsmennina á það. Nemendur voru mjög áhugasamir í þessari vinnu og alltaf gaman þegar afraksturinn er settur fram til skoðunar og aðdáunar.