Langir dagar

Þó að það hljómi kannski ekki vel að hafa langa daga þarf það ekki að þýða að þeir séu langir og erfiðir eða langir og leiðinlegir. Dagar þar sem félagsstarf fer fram eftir hefðbundinn skóladag eru spennandi og er þeirra beðið með eftirvæntingu. Þessir dagar eru alla jafna tvisvar í mánuði, annars vegar stutt samvera framundir kvöldmat og hins vegar lengri dagskrá sem felur í sér dagskrá með dansi og öðru fjöri.