Laust starf í stuðningi

Við óskum eftir karlkyns starfsmanni í stuðning. Um 85% starf er að ræða t.o.m. 31. maí 2022, með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Í starfinu felst að aðstoða einn eða fleiri nemendur sem þurfa sérstaka aðstoð við nám, félagsleg samskipti og/eða athafnir daglegs lífs. Vegna hlutlægra þátta, sem tengjast starfinu, í samræmi við 19. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, er sérstaklega óskað eftir karlmanni í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2022

Sjá nánar undir laus störf á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.