Leikhópurinn Lotta!

Í dag mætti leikhópurinn Lotta galvaskur með sýningu þar sem þrem sögum var steypt saman; Nýju fötin keisarans, Hans og Gréta og Hérinn og Skjaldbakan. Á leiksýninguna mættu 1. - 5. bekkur sem og skólahópur leikskólans. Talið er nokkuð víst að áhorfendur hafi skemmt sér afar vel.