Á síðasta misseri hafa nemendur á miðstigi unnið að því að reyna að bæta skólalóðina. Ofarlega á þeirra blaði var að fjölga leiktækjum og hafa verið unnin verkefni og haldnar kynningar um það hvernig lóðin gæti verið sem best. Framtakið hefur náð augum og eyrum vítt og breitt og vilja margir taka þátt í að láta það verða að veruleika. Haldinn var söfnunardagur í skólanum þann 12. apríl sem var vel sóttur og skilaði drjúgu. Með þeim framlögum sem borist hafa lítur út fyrir að á nýju skólaári birtist ný tæki á skólalóðinni.