Nemendaráð og kosning formanna

Í morgun fór fram framboðsfundur og kosning formanna nemendaráðs Varmahlíðarskóla fyrir núverandi skólaár. Þar fluttu nemendur 10. bekkjar framboðsræður fyrir alla nemendur í 7.-10. bekk og í framhaldinu var gengið til kosninga. Á framboðsræðum mátti sjá að nemendur voru vel undirbúnir, ræðurnar málefnalegar og framkoma til fyrirmyndar. Niðurstaða kosninga er að Kristinn Örn Guðmundsson og Lydía Einarsdóttir eru formenn nemendaráðs. Til vara eru Jóel Agnarsson og Lilja Diljá Ómarsdóttir. Þar með er nemendaráð skólaársins orðið fullmannað en nemendur í 6.-9. bekk höfuð áður valið fulltrúa innan hvers árgangs.

Nemendaráð 2020-2021:

10. bekkur, formenn: Kristinn Örn Guðmundsson og Lydía Einarsdóttir.

Til vara eru Jóel Agnarsson og Lilja Diljá Ómarsdóttir.

9. bekkur: Ísak Agnarsson og til vara Emilia Kvalvik Hannesdóttir

8. bekkur: Gísli Heiðar Jónsson og til vara Trausti Helgi Atlason

7. bekkur: Eiríkur Jón Eiríksson og til vara Bríet Bergdís Stefánsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi 6. bekkjar er Halldór Stefánsson.