Nýtt kerfi á bókasafninu

Nýlega tókum við inn nýtt sjálfsafgreiðslukerfi á bókasafninu okkar, Það virkar þannig að allir nemendur eiga sitt bókasafnskort sem þau nota til að fá lánaða bók, þau skanna kortið sitt og því næst bókina/bækurnar sem þau taka.

Nemendur og starfsfólk skólans hafa verið virkilega metnaðarfull í lestri núna í desember en við settum upp lestrarjólatré í skólanum sem er skreytt með jólakúlum. Hver bekkur hefur sinn lit og þegar nemendur klára að lesa bók skrifa þau bókina og nafnið sitt á jólakúluna og hengja á tréið, þetta hefur tekist vel og er tréið orðið vel skreytt.

Okkur langar að biðja ykkur um að skoða hvort það leynast einhverjar bækur á ykkar heimilum sem eru í eigu Bókasafns Varmahlíðarskóla, það væri rosalega gott að fá þær sem fyrst