Öllu skólahaldi aflýst í Skagafirði á morgun, föstudaginn 14. febrúar

Skólahaldi Varmahlíðarskóla er aflýst á morgun, föstudaginn 14. febrúar vegna verulega slæmrar veðurspár. Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að ákvörðun hafi verið tekin fyrr í dag á fundi Almannavarnanefnda Skagafjarðar og Húnavatnssýslna að fella niður allt skólahald í leik,- grunn og tónlistarskólum á Norðurlandi vestra á morgun.