Öskudagur í Varmahlíðarskóla

Öskudagslið á ferð
Öskudagslið á ferð

 tilefni Öskudags var skólastarf brotið upp eftir fyrstu kennslustundir dagsins. Vinabekkir fóru saman í gönguferð um Varmahlíð ásamt starfsfólki. Hóparnir heimsóttu fyrirtæki og vildarvini. Þar var sungið og nemendur fengu góðgæti að launum. Í hádegismat var pizza og franskar sem nemendur höfðu sjálfir kosið um. Eftir hádegi slógu yngri nemendur köttinn úr tunnunni í íþróttahúsinu og eldri nemendur skemmtu sér í setustofunni. Ýmsar skrautlegar kynjaverur voru á kreiki hér í skólanum. Dagurinn var vel heppnaður og allir  sáttir og sælir að honum loknum.

Eigið gott vetrarfrí.

Sjáumst aftur þriðjudaginn 23. febrúar en þá er skóli samkvæmt venjulegri stundatöflu. 9. bekkur fer á hestadaga á Hólum þann dag.