Öskudagur vel heppnaður

Í Varmahlíðarskóla fór öskudagur fór fram með mikilli sælu og gleði. Sérstök öskudagsnefnd sá um að skipuleggja daginn.  
Nemendur mættu í búningum, jafnt eldri sem yngri, og tók starfsfólkið líka þátt sem var mjög skemmtilegt. Vinarbekkir hittust, æfðu saman lög og gengu svo saman um hverfið og sungu fyrir góðgæti. Foreldrafélagið sá um leik og gleði í íþróttahúsinu eftir hádegi fyrir 1.-6.bekk.  Nemendaráð sá um dagskrána fyrir 7.-10. bekk, en m.a. var haldin búningakeppni og farið í allsherjar feluleik í skólanum. 

Dagana fyrir öskudag kusu nemendur sjálfir matseðil dagsins og fékk pítsa flest atkvæðin. 

Almenn ánægja er með daginn eins og sést á myndum, bæði meðal nemenda og starfsfólks.