Piparkökuhúsakeppni

Í dag voru úrslit í piparkökuhúsakeppni Varmahlíðarskóla kynnt. Að þessu sinna höfðu nemendur val um tvö þemu: ævintýrahús eða útihús.Piparkökumeistarar þetta árið eru þær Heiðrún Erla Stefánsdóttir, Iðunn Holst og Jóhanna Guðrún Pálsdóttir. Í öðru sæti urðu Hallgerður Harpa Vetrarrós Þrastardóttir og Svandís Katla Marinósdóttir. Í þriðja sæti  voru Arndís Katla Óskarsdóttir, Bríet Bergdís Stefánsdóttir og Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir.