Piparkökuhúsakeppni

Hin árlega keppni um flottasta piparkökuhúsið val haldin í dag. Nemendur á unglingastigi sem eru í bakstursvali taka þátt. Keppnin var hin glæsilegasta og mátti meðal annars sjá dómkirkjuna í Niðarósi, Flugumýrarkirkju og Glaumbæjarkirkju. Allir nemendur og allt starfsfólk er með atkvæðarétt. Við fengum einnig tvo dómara til að aðstoða okkur en það voru þær Þorbjörg Jóna matráðurinn okkar og Bryndís Bjarnadóttir fyrrverandi heimilisfræðikennari hjá okkur. Úrslitin verða tilkynnt á litlu jólunum, 18. desember.