Leikrit geta glatt fólk, enda þótt stundum gerist eitthvað hræðilegt í þeim, eins og á við í sögunni um Rauðhettu og úlfinn. Ekki er sagan af Grísunum þremur og úlfinum gleðilegri, en þó má alltaf horfa á björtu hliðarnar og hugsa með sér að þetta séu bara ævintýri og því ekki ástæða til þess að örvænta. Hvað sem því líður eru margir hræddir við úlfa en það er kannski skiljanlegt. Leikhópurinn Lotta kom í skólann í morgun og flutti yngstu nemendum sögubrot með sönglögum og gladdi það viðstadda og má þá segja að tilganginum hafi verið náð.