Reiðhjólahjálmar handa 1.bekk

Nemendur í 1.bekk og Karl Lúðvíksson við afhendingu reiðhjólahjálma
Nemendur í 1.bekk og Karl Lúðvíksson við afhendingu reiðhjólahjálma

Í dag fengu krakkarnir í 1.bekk góða gjöf. Það voru reiðhjólahjálmar frá Kiwanisklúbbnum Drangey. Að þessu sinni voru hjálmarnir afhentir hér við skólann. Það var Karl Lúðvíksson sem afhenti hjálmana fyrir hönd klúbbsins með ósk um allt það besta og velferð í umferðinni.