Samráðsdagur

Þriðjudaginn 31.janúar er komið að samráðsdegi foreldra, kennara og nemenda. Þar verður farið yfir námsmat, námsstöðu og horft fram á veginn. Gert er ráð fyrir 15 mínútna samtali. Undanfarin misseri hafa þessi samtöl flest farið fram í gegnum fjarfundabúnað af einhverju tagi en þess er óskað að þau fari nú fram í skólanum.

 Þann dag verður 9.bekkur með vöfflusölu frá kl. 10-14 og verður því hægt að staldra við og ræða um daginn og veginn yfir kaffi.

Vafflan verður seld á 500 krónur.

Skráning verður með hefðbundnu sniði í gegnum Mentor og verður póstur sendur fljótlega til áminningar.