Samræmdum prófum frestað vegna tæknilegra vandamála

Í dag komu upp tæknileg vandamál þegar samræmt próf í íslensku var lagt fyrir nemendur 9. bekkjar á landsvísu. Þess vegna hefur Menntamálastofnun ákveðið að fresta prófum sem vera áttu á morgun í stærðfræði og miðvikudag í ensku. Skólinn sendir út tilkynningu síðar þegar ákveðið hefur verið hvenær prófin verða lögð fyrir.