Í síðustu viku tóku nemendur þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri danskennslu að hætti danskennarans Ingunnar Margrétar Hallgrímsdóttur. Þar sem áhersla var lögð á hreyfingu, samvinnu og tjáningu. Nemendur æfðu af miklum metnaði alla vikuna og afraksturinn var glæsileg danssýning sem haldin var í íþróttahúsinu.
Á sýningunni komu nemendur fram með fjölbreytta dansa og sýndu bæði hugrekki, sköpunargleði og gleði í hreyfingu. Foreldrar, starfsfólk og aðrir gestir fjölmenntu í íþróttahúsið og nutu þess að sjá afrakstur vinnunnar.
Að danssýningu lokinni tók við jólabingó sem 10. bekkur stóð fyrir sem fjáröflun. Þar var einnig boðið upp á sjoppu með góðgæti og ríkti mikil stemning meðal gesta á öllum aldri.
Samhliða þessu var haldinn bókamarkaður þar sem gestir gátu keypt bækur á 100 krónur stykkið eða fengið bækur að gjöf. Bókamarkaðurinn vakti mikla lukku og margir fóru heim með nýjar bækur í fanginu.
Viðburðurinn í heild var einstaklega vel heppnaður og sameinaði hreyfingu, menningu, lestur og samveru í hlýlegu og hátíðlegu umhverfi.