Skíðaferð 1. - 10. bekkjar

Á morgun, föstudag, stefna allir nemendur skólans á skíði á skíðasvæðið Tindastól. Við minnum nemendur á að klæða sig vel og eftir veðri, taka með góða vettlinga og hlýja sokka (þó ekki of þykka fyrir skíðaskóna). Húfur þurfa að passa undir hjálma, því er jafnvel gott að taka með sér buff, þau eru góð undir hjálmana.