Skipulagsdagur 3. janúar

Mánudagurinn 3. janúar verður skipulagsdagur í Varmahlíðarskóla. Það er mikilvægt að starfsfólk fái svigrúm og tækifæri til að meta stöðuna og undirbúa skólahald í því óvissuástandi sem ríkir í samfélaginu vegna covid-19. 

Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundatöflu á þriðjudaginn 4. janúar.