Skólaakstur í myrkrinu

Kæru foreldrar og forsjáraðilar

 

Nú þegar myrkur og kuldi hafa tekið völdin í morgunsárið þegar börnin eru á leið til skóla, viljum við brýna fyrir öllum að huga að þeim aðstæðum sem börnin eru í þegar þau eru á leið í skólabíl eða að bíða eftir skólabílnum.

 

Í reglum sveitarfélagsins um skólaakstur í dreifbýli kemur fram að foreldrar/forsjáraðilar skuli fylgja börnum sínum að bíl á morgnana og taka á móti þeim eftir skóla. Einnig kemur fram í sömu reglum að í þeim tilfellum þar sem bílstjóri geti ekki ekið að heimreið og börnin þurfi að fara yfir veg skuli sveitarfélagið útvega börnunum endurskinsvesti. Við hvetjum ykkur til að heyra í ykkar bílstjóra varðandi útfærslur ef rými er til þess.

 

Við viljum hér með ítreka ábyrgð ykkar foreldra við þessar aðstæður, að fylgja börnunum að viðeigandi biðstöð og sjá til þess að börnin séu klædd endurskinsvestum alla daga. Eins og áður sagði þá er myrkur á þeim tíma dags sem börnin eru á leið til skóla og gjarnan hálka á vegum á þessum tíma ársins sem gerir bæði börnunum erfitt fyrir sem og akandi vegfarendum sem eru á leið til vinnu á þessum tíma.

 

VÍS útvegar vesti fyrir öll börn sem nýta skólaakstur og eru þessi vesti fáanlega á skrifstofu skólans. 

 

Það er afar mikilvægt að við hjálpumst að við að tryggja öryggi barnanna okkar á leið til og frá skóla.