Skóladagatal uppfært, hefðbundinn skóladagur á miðvikudag

Skóladagatal Varmahlíðarskóla hefur verið uppfært hér á heimasíðu. Við viljum vekja sérstaka athygli á að miðvikudagurinn 14. október er hefðbundinn skóladagur. Fyrirhuguðum starfsdegi sem vera átti þann dag hefur verið frestað til 4. febrúar með samþykki skólaráðs.