Skólahópur í heimsókn hjá 2.bekk

Fimmtudaginn síðastliðinn kom skólahópur leikskólans í heimsókn til nemenda í 2.bekk. Var spilað á spil þar sem nemendur í 2.bekk kenndu skólahópnum á spilin veiðimaður, þjófur og olsen olsen. Eftir skemmtilega spilakennslu var farið í frjálsan leiktíma þar sem krakkarnir blönduðust vel saman og léku sér með spil, plúskubba, perl og margt fleira skemmtilegt. 

Sjá fleiri myndir hér: https://photos.google.com/u/4/album/AF1QipOzRoNbGFQptCHdL039gXVij-wOEJ_Fu0ZG3Z3U