Skólahópur í heimsókn hjá 3.- 4.bekk

Skólahópur leikskólans kom í heimsókn til nemenda í 3. - 4.bekk í dag. Grunnskólanemendur kenndu skólahópnum á forritið Toontastic í iPad þar sem verið er að vinna með sögugerð. Eftir það var farið saman í hádegismat og leikið sér úti í frímínútum. Skemmtileg heimsókn og allir höfðu gaman af. 

Fleiri myndir hér: https://photos.google.com/u/4/album/AF1QipNm5otqq94ocQhyLpFtvroxVERz_ayQwuxEYxJA