Skólahreysti 2022 - það er komið að því!!!!

Skólahreystilið Varmahlíðarskóla er á leiðinni til Akureyrar. Það er nefnilega komið að því að keppa í skólahreysti. Loksins mega gestir fylgja með í höllina og því fór dygg stuðningssveit unglingastigs Varmahlíðarskóla með til að hvetja sitt fólk til dáða. Það er spenna og það er gríðarleg eftirvænting. Krakkarnir hafa æft stíft og lagt mikið á sig undir dyggri leiðsögn Línu íþróttakennara.

Varmahlíðarskóli er í 6. riðli, kl. 17:00 í dag á Akureyri. Keppnin er í beinni útsendingu á RÚV. Með okkur í riðli er Árskóli, Borgarhólsskóli, Egilsstaðaskóli, Fellaskóli, Grunnskólinn austan Vatna, Húnavallaskóli og Oddeyrarskóli. Einkennislitur okkar er grænn eins og svo oft áður.

Skólahreystilið 2022 skipa: Arndís Katla Óskarsdóttir, Hákon Kolka Gíslason, Ronja Guðrún Kristjánsdóttir og Trausti Ingólfsson. Til vara eru: Ísak Agnarsson og Bríet Bergdís Stefánsdóttir.

Við óskum liðinu góðs gengis, fylgist endilega með á RÚV kl. 17:00 og áfram Varmahlíðarskóli!!!