Skólahreysti í sjónvarpi allra landsmanna!

N.k. miðvikudag kl. 19:40 sýnir RÚV riðlakeppni skóla á norðulandi og á Akureyri, en það eru einu keppnirnar sem haldnar voru fyrir samkomubann vegna Covid-19. Í þættinum sjáum við okkar fólk þegar það vann sinn riðill, en liðið skipa Herdís Lilja, Lydía, Óskar Aron og Steinar Óli. Til var voru Einar og Þóra Emilía.

Þar sem allar aðrar riðlakeppnir féllu niður vegna samkomubannsins, verður nýr háttur hafður á. Nú á fimmtudag og föstudag verða allir riðlar keyrðir samtímis í Laugardagshöll í beinni útsetningu. Á laugardaginn kl. 19:40 verður svo úrrslitakeppnin haldin á sama stað.

Hér eru myndir skólans af riðlakeppninni s.l. mars, en einnig er hægt að finna myndir inni á Facebook-síðu Skólahreystis.