Skólahreystilið Varmahlíðarskóla keppir í kvöld kl. 20 - sýnt á RÚV

Skólahreystilið Varmahlíðarskóla tekur þátt í undankeppni Skólahreysti 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri kl. 20:00. Undankeppnir Skólahreysti verða í beinni útsendingu á RÚV og því miður engir áhorfendur. Við hvetjum alla til að mæta við skjáinn og senda hvatningarstrauma heiman úr stofu til okkar frábæru krakka! Í Skólahreystiliði eru: Arndís Katla Óskarsdóttir, Herdís Lilja Valdimarsdóttir, Ísak Agnarsson og Kristinn Már Eyþórsson. Til vara eru Hákon Kolka Gíslason og Lydía Einarsdóttir.

ÁFRAM VARMAHLÍÐARSKÓLI!!! Bein útsending kl. 20:00 á RÚV, þriðjudaginn 4. maí.