Skólalóðin okkar

Undanfarnar vikur hafa nemendur miðstigs verið að vinna þemaverkefni sem kallast skólalóðin okkar. Undirbúningurinn hófst á því að nemendur gerðu könnun meðal nemenda og starfólks um hverjar óskir þeirra væru um hvers konar leiktæki þau vildu á skólalóðina. Einnig skoðuðu nemendur hvaða leiktæki væru til á skólalóðinni og veltu því upp hver raunveruleg þörf væri á leiktækjum. Þeir hafa rýnt í teikningar af skólanum eins og hann á að líta út í framtíðinni og munu þeir hanna sitt draumaleiksvæði í kringum skólann byggt á þeim teikningum.