Skólasetning og fyrsti skóladagur þriðjudaginn 25. ágúst

Skólasetning og fyrsti skóladagur Varmahlíðarskóla verður þriðjudaginn 25. ágúst kl. 9:00. Skólabílar aka. Nemendur koma saman á skólastigum, yngsta stig, miðstig og unglingastig, þar sem skóli verður settur og síðan tekur við skóladagur til kl. 12:00. Morgunhressing verður um kl. 10:00 (ekki hádegismatur á skólasetningardegi).

Foreldrum er frjálst að fylgja sínum börnum ef þeir kjósa en við minnum á ráðstafanir v.covid (2 metrar og sótthreinsun).

Við hlökkum til að sjá ykkur og til samstarfsins á komandi skólaári.