Skólaslit mánudaginn 30. maí

Við vekjum sérstaka athygli á því að skólaslit verða mánudaginn 30. maí kl. 17:00 í Miðgarði. Þar munu allir nemendur skólans fá afhent vitnisburðarblöð sín og foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir. Boðið verður uppá kaffi í Varmahlíðarskóla að lokinni athöfn.

Þetta er breyting frá því sem áður var áætlað í skóladagatali, skólaslit eru færð fram um einn dag, með samþykki og í samráði við skólaráð.