Skólastarf 3.-17. nóvember

Á skipulagsdegi starfsfólks í dag höfum við lagt drög að þrískiptingu skólans samkvæmt nýrri reglugerð um takmarkanir á skólastarfi sem er í gildi til og með 17. nóvember. Nemendur og starfsfólk munu starfa í þremur aðskildum sóttvarnarhólfum eftir skólastigum. Yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við leggjum áherslu á í okkar skipulagi að starfsfólk fari ekki á milli hólfa. Einhverjar undantekningar geta verið vegna brýnna erinda.

Fyrirkomulag skólastarfs verður eftirfarandi:
Skóladagurinn hefst kl. 8:15, það er kennsla í öllum hópum til kl. 13:00. Frístund starfar fyrir skráð börn til kl. 16:00. Húsnæði skólans opnar kl. 8:00 og er æskilegt að nemendur mæti ekki fyrir þann tíma.

Nemendur þurfa að koma með nesti í morgunhressingu. Ekki er þörf á að koma með íþrótta- og sundföt. Nemendur fá hádegismat í skólanum.

Yngsta stig gengur inn um aðalinngang.
Miðstig kemur inn um suður inngang, þeirra heimasvæði hefur færst til og verður stofa 10, stofa 17 og setustofa.
Unglingastig gengur inn að norðan, gegnum smíðastofu.

Akstursleiðir skólabíla verða hefðbundnar, akstursáætlun sú sama að morgni en ekið heim kl. 13:00.

Nemendur í 5.-10. bekk og fullorðnir þurfa að bera grímur en grímuskylda er ekki á börnum í 1.-4. bekk. Við biðlum til ykkar foreldra barna í 5.-10. bekk að senda börnin með grímu í skólann á morgun. Þar sem þetta bar skjótt að er verið að bæta í lager skólans. Við munum útvega grímur næstu daga.

Með góðum kveðjum,
starfsfólk og stjórnendur.