Stærðfræði og forritun

Það er alltaf gaman að geta samþætt námsgreinar til að auka fjölbreytni og efla nemendur í námi. Í vikunni var stærðfræði og forritun samþætt hjá nemendum í 1. og 2. bekk. Verkefnin voru mismunandi eftir getu nemenda. Sumir voru að vinna með orðadæmi og skrifa dæmið í reikningsstílabók, aðrir voru að vinna með samlagninu og nota hugarrreikning og talnagrind til að leysa dæmin og fleira. Nemendum gekk mjög vel og höfðu gaman af.