Þakkarhátíð vinaliða

Í síðustu viku var haldin þakkarhátíð fyrir þá vinaliða sem starfa hafa þennan skólavetur. Eldri hópurinn hefur starfað allan veturinn, en sá yngri frá áramótum.  Hersingin fór á Sturlungasýninguna í 1238, fengu á sjá sýninguna en líka að prófa allskyns sýndarveruleiki. Pizzahlaðborð mettaði maga allra milli leikja. Í lokin klæddu sig allir upp í allsherjar Sturlungauppstillingu.