Þorrablót hjá yngri nemendum

Þriðjudaginn 26.janúar var haldið þorrablót í skólanum. Vegna sóttvarnalaga þurftum við að vera tvískipt að þessu sinni og voru nemendur 1.-4.bekkjar saman með sitt eigið þorrablót. Þar voru sungin þorralög, t.d. Nú er frost á fróni, Krummi krunkar úti og Krummi svaf í klettgjá við undirleik Stefáns Gíslasonar á harmonikku og tóku nemendur vel undir. Einnig voru nemendur í 1.bekk og 3.bekk með söngatriði. 1.bekkur söng lasið Brosa og 3.bekkur tók lagið Krummi krunkar úti í keðjusöng. Vel gert!!! Nemendur og starfsfólk skemmtu sér konunglega við að syngja saman og mana hvort annað í að smakka hinn allskemmtilega þorramat, t.d. hrútspunga, sviðasultu og hákarl við misjafnar undirtektir. 

Sjá fleiri myndir hér:https://photos.google.com/u/4/album/AF1QipPAbmHZ1KeZ4qRSdq9l6777QtZepymCad0k2UsS