Prufukennsla

Ingvi Hrannar Ómarsson kennari og kennsluráðgjafi er í háskólanámi í upplýsingatækni við Stanford háskóla í Bandaríkjunum í vetur.
Eitt af verkefnum hans er að búa til app/forrit/heimasíðu sem tímastjórnunartæki fyrir stöðvavinnu hjá nemendum og eru nemendur í 3.- 4.bekk að prufukeyra þetta forrit á næstu dögum.
Nemendur munu vinna með það nokkrum sinnum og gefa svo endurgjöf. Verkefnið gengur út á það að kennarinn fær aðgang inn á heimasíðu og þar er hægt að setja inn nöfn nemenda, setja inn hópaskiptingar, nota niðurteljara fyrir stöðvarnar og spila rólega tónlist.
Við hlökkum til að prufukeyra verkefnið.