Ungmennaþing

Í takt við tíðarandann og nýja tíma er reynt að fá sem flesta og þá ekki síst ungt fólk til þess að velta fyrir sér samfélagsmálum og að taka þátt í því að móta þá framtíð sem við blasir. Smám saman er að komast á sú hefð að halda ungmennaþing í þeim tilgangi og fá ungmenni þar æfingu í því að ræða um málefni sem máli skipta og þjálfun í því að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Á ungmennaþingum er svo kosið í ungmennaráð en það fundar svo um málefni og kemur málefnum inn á sveitarstjórnarstig.

Hingað í skólann komu tveir fulltrúar frá SSNV og kynntu nemendum í 7.-10.bekk hugmyndafræðina og verkefnið í heild en til stendur að halda stóran fund, eða ungmennaþing fljótlega eftir að skólastarf hefst í haust.