Upplestrarhátíð 7. bekkjar

Upplestrarhátíð 7. bekkjar Varmahlíðarskóla var haldin hátíðleg í dag að viðstöddum foreldrum lesara. Kynnar hátíðarinnar voru fulltrúar skólans frá fyrra ári, Kolbeinn Maron L. Bjarnason og Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir. 

 

Nemendur 7. bekkjar lásu tvenns konar texta, laust mál og ljóð að eigin vali og stóðu sig með mikilli prýði. Undanfari hátíðarinnar eru upplestraræfingar og undirbúningur nemenda í að koma fram og lesa upphátt fyrir aðra undir leiðsögn umsjónarkennara. Aðalmarkmið hátíðarinnar að efla færni og áhuga nemenda á upplestri. Á meðan dómarar voru að störfum voru flutt tónlistaratriði af nemendum Tónlistarskólans. 

 

Dómarar völdu 4 nemendur, 3 aðalmenn og 1 til vara sem taka munu þátt í Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna í Skagafirði sem haldin verður í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra miðvikudaginn 17. mars næstkomandi. Nemendurnir sem valdir voru í lokakeppnina eru: Bríet Bergdís Stefánsdóttir, Hallgerður Harpa Vetrarrós Þrastardóttir og Svandís Katla Marinósdóttir. Til vara er Telma Sjöfn Sigurðardóttir.