Upplestrarhátíð 7. bekkjar

Föstudaginn 8. apríl var upplestrarhátíð haldin í Varmahlíðarskóla, þar sem nemendur í 7. bekk lásu upp ljóð og sögubrot. Foreldrum var boðið til hátíðarinnar og nemendum í 6. bekk. 

Kynnar voru Bríet Bergdís Stefánsdóttir og Hallgerður Harpa Vetrarrós Þrastardóttir.  

Tvö tónlistaratriði voru flutt af nemendum. Það var Ingimar Hólm Jónsson og Lilja Stefánsdóttir sem léku á píanó.

Dómarar voru Agnar Gunnarsson, Dalla Þórðardóttir og Ólafur Atli Sindrason.

Nemendur stóðu sig allir með stakri prýði en Arnar Logi Róbertsson og Iðunn Kolka Gísladóttir voru valin sem fulltrúar 7. bekkjar Varmahlíðarskóla á lokahátíðina og Marey Kristjánsdóttir til vara. Bríet Bergdís Stefánsdóttir verður kynnir fyrir hönd Varmahlíðarskóla á lokahátíðinni.

Lokahátíðin, Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar, fer fram í dag 26. apríl kl. 17:00, í bóknámshúsi FNV og óskum við okkar fulltrúum góðs gengis.