Upplestrarkeppni Varmahlíðarskóla

Dómnefnd dagsins skipuðu Ingibjörg Hafstað, Ólafur Atli Sindrason og Laufey Leifsdóttir.

Hátíðin fór fram í setustofunni og voru þangað komnir foreldrar lesara og yngri nemendur sem fengu að njóta lestrarins. Að þessu sinni voru lesin ljóð eftir Huldu, hlutar úr sögunni Bærinn á ströndinni eftir Gunnar M. Magnúss og að lokum lásu nemendur ljóð að eigin vali.
 
Nemendur í 7.bekk eru Arndís Katla Óskarsdóttir, Daníel Smári Sveinsson, Gísli Heiðar Jónsson, Iðunn Holst, Jóhanna Guðrún Pálsdóttir, Jóna Karítas Guðmundsdóttir (var fjarverandi), Kolbeinn Maron Laufeyjarson Bjarnason, Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir, Trausti Helgi Atlason og Valdimar Árni Þorbergsson.
 
Á milli atriða lék hljómsveit tvö lög. Hljómsveitina skipa Bríet Bergdís Stefánsdóttir, Telma Sjöfn Sigurðardóttir og Hallgerður Harpa Vetrarrós Þrastardóttir, sem reyndar var fjarverandi þennan dag og hljóp Stefán R. Gíslason í skarðið.
 
Kynnar dagsins voru fulltrúar skólans frá fyrra ári, Ísak Agnarsson, Hákon Kolka Gíslason og Emilia Kvalvik Hannesdóttir. 
 
Eftir tónlistaratriðin tók Ingibjörg Hafstað, formaður dómnefndar, til máls og tilkynnti hverjir yrðu fulltrúar skólans á lokakeppni.
Aðalmenn eru Kolbeinn Maron Laufeyjarson Bjarnason og Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir og varamaður er Trausti Helgi Atlason.
 
Eftir að viðurkenningar höfðu verið veittar og ljósmyndun var lokið var gengið að vöfflukaffi sem 8.bekkingarnir Trausti Ingólfsson, Áróra Ingibjörg Birgisdóttir og Bryndís Erla Guðmundsdóttir höfðu undirbúið.