Útieldun

Í dag, 17. maí, voru nemendur í 1. - 4. bekk í útieldun í útikennslutímanum. Nemendur útbjuggu pylsur í felum í heimilisfræði hjá Sigfríði og svo var poppað. Guðmundur húsvörður kveikti upp í kolum í tunnugrillinu sunnan við skólann og þar söfnuðust nemendur saman ásamt kennurum og grilluðu pylsur í felum og poppuðu. Einnig var boðið upp á djús að drekka. Þetta var mjög skemmtileg stund og gekk allt mjög vel en margt þurfti að taka tillit til; hitann af grillinu, að missa ekki pylsurnar ofan í grillið og margt fleira.