Útikennsla - snjóhúsagerð

 Við ákváðum að nýta okkur þessa gleði með 3. og 4. bekk í dag og fórum út í snjóhúsagerð. Snjórinn var kannski ekki alveg nógu mikill til þessa að gera fullkomið snjóhús en samt var hægt að gera veggi, inngang og pæla í hvernig snjóhúsið ætti að líta út; ferningur, hringur eða þríhyrningur í laginu. Nemendur skemmtu sér afar vel við þessa iðju og gaman að sjá hversu ríkt ímyndunarafl nemendur geta haft þegar efniviðurinn er rýr.