Útikennslutími 1. febrúar 2022

Í dag voru nemendur í 1.- 4. bekk að vinna fánaverkefni í útikennslutímanum. Nemendur fengu flöskur með vatni og matarlit og blað með myndum af nokkrum fánum. Síðan var þrammað upp á íþróttavöll og þar áttu nemendur að nota flöskurnar til að búa til fánana í snjónum. Verkefnið krafðist samvinnu og hjálpsemi og allir skemmtu sér konunglega, þrátt fyrir 9 stiga frost sem beit verulega mikið í kinnar, fingur og tær.