Varmahlíðarskóli keppir til úrslita í skólahreysti 2021

Það er gleðiefni að okkar frábæri skólahreystihópur er kominn í úrslit í skólahreysti 2021.

Nú er lokið öllum undanriðlum í skólahreysti 2021 og er Varmahlíðarskóli búinn að tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum sem haldin verða í Laugardalshöll 29. maí. Í undankeppninni í ár tóku þátt hátt í 80 skólar og er þetta 5 árið í röð sem skólinn tryggir sér miða í úrslitakeppnina.

Erum við afar stolt og ánægð með árangur krakkanna en þau eru búin að leggja mikið á sig á æfingum vetrarins undir dyggri leiðsögn Línu íþróttakennara. Skólahreystiliðið skipa: Arndís Katla Óskarsdóttir, Herdís Lilja Valdimarsdóttir, Ísak Agnarsson og Kristinn Már Eyþórsson. Til vara eru Hákon Kolka Gíslason og Lydía Einarsdóttir.

 Við bíðum spennt eftir úrslitakeppninni.  

 Áfram Varmahlíðarskóli!