Vel heppnuðum hreyfidögum lokið

Árlegir hreyfidagar tókust vel að þessu sinni.
Á mánudaginn voru stöðvar og leikir við skólann. Þar spreyttu nemendur sig í júdó, bogfimi og Among us leiknum.
Á þriðjudaginn fóru allir nemendur og starfsmenn í göngu- og útivistarferð í Grófargil. Þar var meðal annars vaðið í ánni og tínd ber. Eftir gönguna var grillað í Þuríðarlundi.
Á miðvikudag fór dagskráin fram á Sauðárkróki, þar fengu nemendur kynningar á fótbolta, körfubolta, badmingtoni og frjálsum íþróttum. Þar var boðið upp á hádegishressingu frá Lemon.
Við starfsmenn skólans viljum þakka öllum þeim sem komu að kynningum þessa daga afar vel fyrir sitt framlag.
Við setjum hér inn nokkrar myndir frá fjölbreyttum íþróttakynningum og gönguferð.