Vettvangsferð í Goðdalakirkju

Dalla prestur að segja frá altaristöflunni í Goðdalakirkju.
Dalla prestur að segja frá altaristöflunni í Goðdalakirkju.

Lagt var af stað frá Varmahlíðarskóla eftir morgunmat og lá leiðin fram í Vesturdal að skoða Goðdalakirkju og sjá silfurkrossinn sem hangir þar á vegg. Með okkur í för var Dalla prestur sem sagði okkur frá kirkjunni og ýmsum munum í henni. Einnig var Rósa í Goðdölum með okkur og hún sagði frá lífi sínu í Sölvanesi, silfurkrossinum og brunanum sem varð þar árið 1947.  Var þetta skemmtileg og fræðandi ferð.