Sundlaugin er tvískipt útilaug. Annars vegar er 12,5 x 25 metra laug og hins vegar 12,5 m x 8 m „barnalaug“. Í þeirri síðarnefndu er vatnið haft heitara en í stærri lauginni, þar eru tvær rennibrautir, ein lítil og barnvæn og önnur stór sem sett var upp sumarið 2018. Rennibrautirnar njóta mikilla vinsælda meðal fjölskyldufólks. Einnig er heitur pottur við laugarnar.
Börn án fylgdarmanna: í júní 2020 geta börn fædd árið 2010 og fyrr farið í sund án fylgdarmanns (eftir 4. bekk).
Verðskrá 2022: Fullorðnir kr. 1090- börn kr. 325-, öryrkjar kr. 325-
Börn, eldri borgarar og öryrkjar búsett í Skagafirði fá frítt í sund.
Nuddstofan Tíbrá er staðsett í íþróttamiðstöðinni. Hún er í eigu Sigríðar Sveinsdóttur.
Opið í sundlauginni sem hér segir:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-21:00
Föstudaga kl. 8:00-14:00
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-16:00